Fyrir þá sem ætla að vera með Krydd- og matjurtaræktun í garðinum þá er besta staðsetningin fyrir krydd- og matjurtagarðinn þinn er á skjólsælu svæði sem hallar örlítið í suðvestur. Séu slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi, er ráðlegt að velja vel skjólsælan stað þar sem sól nýtur sín vel.
Eftir að hafa hreinsað svæðið af grjóti og illgresi er garðurinn tilbúinn til frekari undirbúnings. Þú getur notað jarðgaffal til að slá upp garðinn eða notast við jarðtætara, sem er sérstaklega gagnlegur. Hins vegar, ef jarðtætari er notaður, er nauðsynlegt að vinna ekki um of jarðveginn, því þá getur hann orðið of þéttur og súrefnissnauður.
Jarðvegurinn þarf að vera hæfileg blanda af mold og sandi. Oftast þarf að bæta við lífrænum áburði og kalki til að bæta jarðveginn, en athugaðu að setja ekki kalk í kartöflugarðinn því það getur aukið hættuna á kartöflusjúkdómum. Á hverja 10 fermetra er ráðlagt að bæta við tveimur til þremur hjólbörum af hrossataði eða tveimur lítrum af þurrkuðum hænsnaskít, sem þarf að vinna vel í jarðveginn. Ef notaður er tilbúinn áburður er hæfilegt magn tvær matskeiðar af blákorni á fermetra.
Forræktun og útplöntun
Flestar krydd- og matjurtir þarf að forrækta innandyra í 6 til 8 vikur áður en þeim er plantað út. Kjörhiti við spírun er 18 til 20°C, en við áframræktun 10 til 17°C. Plönturnar ætti að dreifplanta þegar þær hafa tvo blaðkransa auk kímblaða. Ef þú hefur ekki áhuga eða getu til að forrækta sjálf(ur), er hægt að kaupa plöntur tilbúnar til útplöntunar í gróðrarstöðvum.
Beðin ættu að vera 20 til 30 sentímetra há og um metri á breidd til að tryggja góða upphitun. Góð regla er að hafa tvö fet, eða um 60 sentímetra, bil á milli beða til að auðvelda umhirðu. Til að halda jarðvegi á sínum stað getur þú smíðað ramma umhverfis beðið. Þar sem rými er takmarkað er einnig hægt að rækta krydd- og matjurtir í ílátum og á milli sumarblóma.
Áburður og næring
Áburðargjöf skal helst skipta í tvennt, með mánaðar millibili. Á 10 fermetra garð ætti að gefa um 1 kíló af alhliða áburði um miðjan maí og 0,5 kíló um mánuði síðar. Áburður skal bornar á þurrt og passa skal að ofgera ekki því það getur skaðað plönturnar.
Umhirða
Allt illgresi sem sprettur upp skal fjarlægja strax til að koma í veg fyrir að það festi rætur og keppi við nytjajurtirnar um næringu og ljós. Á þurrum tímabilum þarf að vökva reglulega, sérstaklega stórblaða og hraðvaxta jurtir.
Skiptiræktun
Skiptiræktun er gagnleg til að koma í veg fyrir jarðvegsþreytu og sjúkdóma í garðinum. Hver tegund jurtar nýtir jarðveginn á mismunandi hátt, og því er gott að rækta mismunandi tegundir frá ári til árs.
Dæmi um skiptiræktun
Á fyrsta ári að rækta tildæmis kál, rófur og aðrar tegundir körfublómaættar Á öðru ári gulrætur, pastinakka, steinselju og sellerí. Á þriðja ári, salat, rauðrófur og spínat og á fjórða ári kartöflur. Síðan er ræktuninni víxlað á milli beða árlega.